Geðsjúkur faðir hálshjó son sinn

mbl.is

Faðir frá Louisiana í Bandaríkjunum, sem hálshjó  sjö ára fatlaðan son sinn, hefur verið dæmdur ósakhæfur vegna geðrænna vandamála.

Maðurinn verður ekki ákærður fyrir morð samkvæmt ákvörðun dómara. Hann er 32 ára og var í sturlunarástandi og haldinn miklum ranghugmyndum. 

Maðurinn hefur haldið því fram frá upphafi að hann hafi ekki myrt son sinn heldur verið að taka í sundur brúðu sem komið hafði verið fyrir í sonarstað.

Höfuð drengsins fannst í heimreið hússins sem þeir feðgar bjuggu í. Lík hans fannst svo sundurlimað í ruslapoka.

Faðirinn er nú vistaður á geðsjúkrahúsi. Þar hefur hann dvalið allt frá því hann drap son sinn 14. ágúst árið 2011.

Drengurinn var fjölfatlaður. Hann gat lítið tjáð sig og þurfti aðstoð allan sólarhringinn. 

Frétt Sky um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert