Hola í jörðinni - 17 hús rýmd

Holan er sex metra djúp og tíu metra breið.
Holan er sex metra djúp og tíu metra breið. Skjáskot af Sky

Sex metra djúp og tíu metra breið hola myndaðist í jörðinni undir húsum í bænum Hemel Hempstead í Hertfordskíri á Bretlandseyjum í dag. Lögreglan hefur rýmt 17 hús. Talið er að gríðarlegar rigningar sem gengið hafa yfir landið séu sökudólgurinn en þetta er í þriðja sinn á fáum dögum sem slíkar holur hafa myndast undir og við hús.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar er haft eftir íbúum að þeir hafi fundið jörðina skjálfa í nótt. Um k. 6.30 í morgun barst lögreglu svo tilkynning um holuna. 

Frétt Sky í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert