Athvarf fyrir kynferðisbrotamenn

Þorpið Miracle í Flórída er ekkert venjulegt þorp, þó svo að mætti halda það við fyrstu sýn. Flestir sem þar búa eru dæmdir kynferðisbrotamenn.

Dæmdir kynferðisbrotamenn eiga erfitt með að fá leigt húsnæði og vinnu í Flórída. Yfir hundrað þeirra ákváðu að taka höndum saman og flytja í þorpið Miracle, sem var áður bújörð þar sem ræktaður var sykurreyr.

Þorpið er í töluverðri fjarlægð frá öðrum þéttbýliskjörnum. Fyrir þorpinu fer umsjónarmaður sem var dæmdur í árs fangelsi fyrir að hafa kynmök við 15 ára nemanda sinn.

Sjáið umfjöllun um þorpið og íbúa þess í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert