Obama varar forseta Úganda við

Mótmæli gegn frumvarpinu fóru fram í nágrannaríkinu Kenía í síðustu …
Mótmæli gegn frumvarpinu fóru fram í nágrannaríkinu Kenía í síðustu viku. EPA

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, varar forseta Úganda, Yoweri Musuveni, við því að staðfesta lög sem herða viðurlög við samkynhneigð í landinu. Slíkt gæti haft flókin samskipti við Bandaríkin í för með sér.

Samkvæmt lögunum sem forseti Úganda hefur þegar sagst ætla að staðfesta er hægt að dæma samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Þá er einnig lögð sú skylda á fólk að láta vita hvar samkynhneigða sé að finna. Samkvæmt frétt BBC verður einnig bannað að tala um samkynhneigð, öðruvísi en að fordæma hana.

Um þingmannafrumvarp er að ræða sem var afgreitt með hraði á úgandska þinginu fyrir jólin. Þegar eru í gildi lög í landinu sem banna körlum að hafa kynmök við aðra karla en nýju lögin munu enn herða lög gegn samkynhneigð og einnig ná til lesbía.

Bandaríkin veita Úganda mikinn stuðning ár hvert í formi þróunaraðstoðar. Barack Obama segir að samþykki forsetinn lögin verði samband landanna tveggja flóknara. Lögin séu hættuleg samkynhneigðum.

Susan Rice, sem er helsti ráðgjafi Obama í öryggismálum, segir í færslu á Twitter að hún hafi átt langt saman við forseta Úganda í gær. Hún hafi hvatt hann til að staðfesta ekki lögin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert