Jarðskjálfti skók Filippseyjar

Frá borginni Makati á Filippseyjum.
Frá borginni Makati á Filippseyjum. Wikipedia

Jarðskjálfti sem mældist 5,3 skók norðurhluta Filippseyja í morgun en engar tilkynningar hafa hins vegar borist um manntjón eða eignatjón samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur að upptök skjálftans hafi verið út af norðurströnd stærstu eyju landsins, Luzon. Ennfremur segir að ekkert bendi til þess að jarðskjálftinn hafi valdið flóðbylgju en búist sé við eftirskjálftum.

Þess er skemmst að minnast er öflugur jarðskjálfti, sem mældist 7,1, skók Filippseyjar í október síðastliðnum með þeim afleiðingum að rúmlega 200 manns létu lífið og gífurlegt eignatjón varð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert