Nítján kardínálar settir í embætti

Frans páfi (til hægri) brosir til Benedikts páfa sextánda (til …
Frans páfi (til hægri) brosir til Benedikts páfa sextánda (til vinstri). VINCENZO PINTO

Frans páfi setti í dag nítján nýja kardínála formlega í embætti í viðurvist Benedikts páfa sextánda. Þetta eru fyrstu kardínálarnir sem Frans skipar á páfatíð sinni.

Kardínálar eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir sjálfanum páfanum en á meðal verkefna þeirra er að kjósa nýjan páfa. Í frétt AFP kemur fram að páfinn hafi tilnefnt klerka frá Haítí, Fílabeinsströndinni og Búrkína Fasó. Talsmaður Vatíkansins segir að þetta sé í samræmi við þá stefnu páfans að auka veg fátækra innan kaþólsku kirkjunnar.

Athygli vakti að Benedikt páfi sextándi var viðstaddur athöfnina í Péturskirkju. Hann hefur ekki látið sjá sig á opinberum vettvangi eftir að hann lét af embætti í lok febrúarmánaðar í fyrra. 

Kardínálar umkringja Benedikt páfa sextánda.
Kardínálar umkringja Benedikt páfa sextánda. VINCENZO PINTO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert