Hafa ekki sett hernum afarkosti

Stjórnvöld í Rússlandi neita því að hafa sett hersveitum Úkraínu á Krímskaga afarkosti. Fréttir um að þau hafi gefið úkraínska herliðinu frest til klukkan þrjú í nótt, þ.e. klukkan fimm á staðartíma, til að gefast upp séu ekki réttar.

Heimildarmenn innan úkraínska utanríkisráðuneytisins sögðu fyrr í dag að rússneski flotinn hefði sett þeim úkraínska afarkosti, eins og greint var frá á mbl.is um fjögurleytið.

Í yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu, sem birtist á vef rússneska fréttamiðilsins Vedemosti, segir að það sé alls ekki rétt, að því er fram kemur á vef The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert