Lokað vegna veðurs í Washington

Frá Washington í dag.
Frá Washington í dag. AFP

Skólar og margar ríkisstofnanir í Washington voru lokuð í dag vegna veðurs. Kalt hefur verið í höfuðborginni að undanförnu og hefur veturinn verið sá harðasti í mörg ár.

Mun færri voru á ferli í borginni í dag en venjulega, enda snjór og hálka á götum. Starfsmönnum ríkisstofnana var sagt að halda sig heima og börnin fengu frí í skólanum. Það sama mátt segja um nokkra menntaskóla.

Neðanjarðarlest borgarinnar var á áætlun en öðru máli gilti um ferðir strætisvagna.

Veðurstofan hefur hvatt íbúa til að ferðast ekki nema nauðsyn beri til. „Ef þú þarft að ferðast, hafðu þá aukavasaljós, mat og vatn í farartæki þínu,“ kom fram í fyrirmælum frá veðurstofunni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert