Hætta að auglýsa eftir nafnbirtingu

Forstjóri Orange Stephane Richard
Forstjóri Orange Stephane Richard AFP

Franska farsímafyrirtækið Orange, sem er dótturfélag France Télecom, hefur ákveðið að hætta að auglýsa á vef úgandska fréttamiðilsins Red Pepper. Ástæðan er sú að miðillinn birti nöfn og í einhverjum tilvikum myndir af samkynhneigðum og transfólki á vef sínum.

Forsvarsmenn Orange tóku þar með áskorun réttindasamtakanna All Out sem hafa hvatt fyrirtæki til þess að hætta að auglýsa hjá fjölmiðlum sem hvetja til mismununar. 

Líkt og fram hefur komið hafa tekið gildi lög í Úganda sem beinast gegn samkynhneigðum og transfólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert