Snowden skaut upp kollinum á SXSW

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden segir að rafrænt eftirlit Bandaríkjanna á heimsvísu, sem og annarra stjórnvalda, hafi „lagt eld að framtíð netsins“. Þetta sagði Snowden við áheyrendur í á South by Southwest-tækniráðstefnunni (SXSW) sem fer fram í Austin í Texas.

Snowden var í mynd er hann ávarpaði gesti í gegnum Google Hangout-samskiptaforritið. „Þið eruð öll slökkviliðsmenn og við þurfum á ykkar aðstoð að halda til að laga þetta,“ sagði hann, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins. 

Talsvert hökt var á útsendingunni því hún fór í gegnum marga mismunandi netþjóna til að hylja slóð Snowdens. 

Rifjað er upp hvernig Snowden, sem er fyrrverandi verktaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði heimalandið eftir að hafa lekið mörg þúsund leynilegum skjölum í fjölmiðla, en skjölin fjölluðu um umfangsmikið eftirlit bandarískra stjórnvalda. 

Þrátt fyrir að Snowden hafi farið í nokkur fjölmiðlaviðtöl síðan hann komst í heimsfréttirnar er þetta eitt af örfáum þar sem hann er í beinni útsendingu að ræða við almenna áheyrendur. 

Rússar veittu Snowden hæli í fyrra. 

Snowden hvatti net- og tölvusérfræðinga til að hanna og framleiða dulkóðaða fjarskiptatækni sem venjulegur tölvunotendur gætu hagnýtt.

South by Southwest-ráðstefnan er haldin árlega í Austin. Þetta er ekki einvörðungu tækniráðstefna því þarna koma jafnframt saman tónlistar- og kvikmyndagerðarmenn.

Edward Snowden á sér marga stuðningsmenn en einnig marga óvildarmenn.
Edward Snowden á sér marga stuðningsmenn en einnig marga óvildarmenn. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...