Snowden skaut upp kollinum á SXSW

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden segir að rafrænt eftirlit Bandaríkjanna á heimsvísu, sem og annarra stjórnvalda, hafi „lagt eld að framtíð netsins“. Þetta sagði Snowden við áheyrendur í á South by Southwest-tækniráðstefnunni (SXSW) sem fer fram í Austin í Texas.

Snowden var í mynd er hann ávarpaði gesti í gegnum Google Hangout-samskiptaforritið. „Þið eruð öll slökkviliðsmenn og við þurfum á ykkar aðstoð að halda til að laga þetta,“ sagði hann, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins. 

Talsvert hökt var á útsendingunni því hún fór í gegnum marga mismunandi netþjóna til að hylja slóð Snowdens. 

Rifjað er upp hvernig Snowden, sem er fyrrverandi verktaki fyrir Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), flúði heimalandið eftir að hafa lekið mörg þúsund leynilegum skjölum í fjölmiðla, en skjölin fjölluðu um umfangsmikið eftirlit bandarískra stjórnvalda. 

Þrátt fyrir að Snowden hafi farið í nokkur fjölmiðlaviðtöl síðan hann komst í heimsfréttirnar er þetta eitt af örfáum þar sem hann er í beinni útsendingu að ræða við almenna áheyrendur. 

Rússar veittu Snowden hæli í fyrra. 

Snowden hvatti net- og tölvusérfræðinga til að hanna og framleiða dulkóðaða fjarskiptatækni sem venjulegur tölvunotendur gætu hagnýtt.

South by Southwest-ráðstefnan er haldin árlega í Austin. Þetta er ekki einvörðungu tækniráðstefna því þarna koma jafnframt saman tónlistar- og kvikmyndagerðarmenn.

Edward Snowden á sér marga stuðningsmenn en einnig marga óvildarmenn.
Edward Snowden á sér marga stuðningsmenn en einnig marga óvildarmenn. AFP
mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Skartgripur sem á sér 1700 ára sögu.
Men úr silfri eða gulli smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr. Gunnars Jónssonar. Ve...
Lausir dagar í Biskupstungum..
Hlý og falleg sumarhús til leigu, -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.. ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Hæstaréttardómar frá 1920-1966 IB 40 bækur., Úlfljótur 1947-197...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...