Skotið upp eldflaugum í Norður-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. KNS

Herinn í Norður-Kóreu skaut í gærkvöldi á loft þrjátíu skammdrægum eldflaugum í tilraunaskyni. Tilraunirnar voru gerðar á milli klukkan 4 og 6:10 að morgni að staðartíma, eftir því sem fram kemur í frétt AFP, en á milli klukkan 19 og 21:10 að íslenskum tíma.

Talið er að eldflaugarnar hafi farið um sextíu kílómetra leið en þær fóru allar í sjóinn hjá austurströnd landsins.

Ekki er langt síðan Norður-Kóreumenn prófuðu skammdrægar eldflaugar en stjórnvöld í bæði Suður-Kóreu og Bandaríkjunum gagnrýndu þá tilraunirnar harðlega. Þau hafa bent á þær geti reynst hættulegar og aukið enn á spennuna í Asíu.

Viðmælendur AFP segja að ekki þyki líklegt að Norður-Kóreumenn muni á næstunni gera tilraunir með kjarnorkuvopn. Þeir hafi í raun aðeins þrisvar sinnum gert það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert