Varar við einangrun Rússa

William Hague arrives utanríkisráðherra Bretlands í miðborg London.
William Hague arrives utanríkisráðherra Bretlands í miðborg London. AFP

William Hague utanríkisráðherra Bretlands segir að Rússa gæti beðið langvarandi stöðnun og einangrun vegna framferðis þeirra gagnvart Úkraínu.

„Rússar hafa ráðist inn í aðra Evrópuþjóð og þvingað hana með valdi til að færa landamærin. Þetta er alvarlegasta ógn við evrópskt öryggi sem við höfum séð á 21. öld,“ segir Hague í aðsendri grein í Sunday Telegraph í dag og bætir því við að Bretland og aðrir samherjar í Evrópu muni ekki flýja undan Rússum.

Spennan fer vaxandi í Úkraínu, þar sem rússneskar hersveitir hafa nú tekið yfir stjórn Úkraínumanna í síðustu stóru herstöðinni á Krímskaga, en svæðið var formlega innlimað í Rússland á föstudag.

Hague segir í Sunday Telegraph í dag að aðgerðir Rússa eigi ekki heima í nútímanum. „Þessi ólöglega innlimun Krímskaga er yfirgengilegt hernám lands og þjóðaratkvæðagreiðslan sem á eftir fylgdi var skopmynd af lýðræðinu,“ skrifar hann.

Fyrr í vikunni tilkynnti Hague að Bretar hefðu frestað útgáfu leyfa til útflutnings vopna til Rússlands og allt hernaðarlegt samstarf þjóðanna væri komið á ís. Í greininni í dag segir hann að refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi eigi ekki að koma niður á almenningi í landinu, heldur senda skilaboð til stjórnvalda.

Hins vegar sé Evrópuráðið að vinna að umfangsmeiri efnahagslegum refsiaðgerðum sem hugsanlega verði beitt. Hann segir að því miður sé nú kannski orðið tímabært að Vesturlönd endurskoði samskipti sín við Rússland, eins og þau hafi verið síðustu 20 ár.

„Þetta gæti falið í sér að Rússum yrði haldið utan við sumar alþjóðastofnanir, lagðar yrðu hömlur á hernaðarlegt samstarf og vopnasölu til Rússa og þeir myndu þar af leiðandi hafa minni áhrif á gang mála í Evrópu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert