Enn að reyna að finna heystakkinn

Leit að braki flugvélarinnar hefur verið frestað vegna veðurs.
Leit að braki flugvélarinnar hefur verið frestað vegna veðurs. AFP

Leit að flaki flugvélar Malaysia Airlines hefur verið frestað vegna veðurs. Talið er að leit verði ekki hafin á ný fyrr en eftir sólarhring. Sterkur vindur er á svæðinu, mikil rigning og lágskýjað og var því talið hættulegt að halda áfram leitinni. Leitarsvæðið er viðamikið og afskekkt.

„Við erum ekki að leita að nál í heystakki,“ sagði Mark Binskin, yfirmaður í ástralska hernum, í samtali við fréttamenn. „Við erum enn að reyna að finna heystakkinn.“

Mörg hundruð vinir og ættingjar farþega malasísku þotunnar þrömmuðu inn í sendiráð Malasíu í Peking í morgun. Mikil reiði ríkir meðal fólksins og krefst það svara. Það segist ekki hafa fengið að heyra sannleikann um hvarf flugvélarinnar og örlög farþeganna. Flugfélagið hefur boðið ættingjum farþeganna skaðabætur.

Þegar leitinni verður haldið áfram, líklega á miðvikudaginn, verður leitað á svæðinu í suðurhluta Indlandshafs þar sem yfirvöld segja að flugvélin hafi brotlent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert