Obama íhugar að stöðva söfnun NSA á símtölum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti íhugar biðja Bandaríkjaþing um að binda enda á umfangsmikla söfnun Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) á símtölum.

Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur eftir hátt settum embættismönnum að NSA muni stöðva kerfisbundna gagnasöfnun um símanotkun Bandaríkjamanna. 

Þess í stað verði skrá yfir símtöl geymd hjá fjarskiptafyrirtækjum og munu stjórnvöld aðeins hafa aðgang að þeim ef nauðsyn krefur. 

Mikil reiði braust út, bæði í Bandaríkjunum og víða um heim, eftir að fréttir bárust um umfangsmiklar njósnir bandarískra stjórnvalda. 

Það var uppljóstrarinn Edward Snowden sem lak gögnunum í fjölmiðla sem sögðu frá hinu viðamikla rafræna eftirliti. Bæði hefur verið njósnað um almenna borgara sem og þjóðarleiðtoga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert