Stefnir í kosningasigur Front National

Marine Le Pen, leiðtogi Front National.
Marine Le Pen, leiðtogi Front National. AFP

Franskir sósíalistar urðu fyrir miklu fylgistapi í sveitarstjórnarkosningum í Frakklandi sem lauk í dag samkvæmt útgönguspám. Hins vegar voru kosningarnar stórsigur fyrir þjóðernisöfgaflokkinn Front National. Flokkurinn hefur samkvæmt spám fengið 1.200 sveitarstjórnarmenn kjörna á landsvísu og borgarstjórastólana í bæjunum Beziers og Frejus í suðurhluta landsins. Sósíalistar halda hins vegar áfram um stjórnartaumana í París, höfuðborg landsins, samkvæmt útgönguspánum.

„Við höfum komist á nýtt stig,“ er haft eftir Marine Le Pen, leiðtoga Front National. „Nú eru þrír stórir stjórnmálaflokkar í landinu.“ Ennfremur var haft eftir henni að hún væri sannfærð um að flokkurinn myndi ráða í það minnsta sex bæjum þegar öll atkvæði hefðu verið talin. Fram kemur í fréttinni að það yrðu mikil tíðindi ef það markmið næðist. Hins vegar væri það talsvert frá þeim 12 bæjarstjórastólum sem forystumenn flokksins hefðu sagt fyrir kosningarnar að hann ætti möguleika á að vinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert