Skutu sprengjum yfir landamærin

Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un er leiðtogi Norður-Kóreu. EPA

Norður-Kóreumenn skutu um 500 sprengikúlum á æfingu í dag. Um 100 þeirra fóru yfir landamærin og til Suður-Kóreu. Þetta segir varnarmálaráðherra Suður-Kóreu.

„Þeir í norðri skutu um 500 skotum og um 100 þeirra lentu í vatninu sunnan við landamærin,“ segir talsmaður varnarmálaráðuneytisins.

Æfing Norður-Kóreumanna stóð í um þrjár klukkustundir. Suður-Kóreumenn ákváðu að skjóta til baka og lentu kúlur þeirra einnig í vatni norðan landamæranna.

Talsmaður varnarmálaráðuneytisins segir að æfingin hafi augljóslega verið til að ögra og til að kanna viðbúnað Suður-Kóreumanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert