Selnum fórnað fyrir fisk

Selur
Selur Morgunblaðið/Andrés Skúlason

Sænska umhverfisráðuneytið hefur gefið út leyfi til þess að veiða 400 seli í viðleitni sinni til þess að bjarga fiskistofnum á hafsvæði út af austurhluta landsins.

Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að ákveðið hafi verið að tífalda það magn sem leyfilegt er að veiða til þess að bjarga fiskistofnum sem sumir hverjir hafa svo til horfið af stóru hafsvæði. 

Meðal annars hefur um 90% af þorskstofninum horfið undanfarin 10 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert