Svarti kassinn jafnvel fundinn

JASON REED

Áhöfn ástralsks herskips hefur numið hljóð á nýjum stað sem svipar mjög til þess hljóðs sem svartir kassar gefa frá sér. Er þetta talið sennilegasta vísbendingin um hvar malasísku flugvélina sé að finna hingað til.

Angus Houston, sem stýrir leitinni að MH370, segir að leit sé hafin neðansjávar á litlu svæði og hljóðmerkin sem berist bendi til þess að það styttist í að hluturinn sem leitað er að finnist.

Houston, sem er fyrrverandi varnarmálaráðherra Ástralíu, biður fólk að hafa í huga að ekki er enn búið að finna Boeing 777-þotuna sem hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking hinn 8. mars sl. með 239 manns um borð. Hins vegar séu þær upplýsingar sem hafi borist síðasta sólarhringinn mjög uppörvandi.

Hann segir að það geti tekið nokkra daga að fá það staðfest að hljóðmerkin séu úr flugi MH370.

Alls taka níu herþotur, þrjár farþegaþotur og fjórtán skip þátt í leitinni í dag.

Tveir svartir kassar (sem eru í raun appelsínugulir á lit) eru í vélinni en í þeim er að finna samskipti í flugstjórnarklefanum og upplýsingar um flugið eru taldir lykilatriðin í leitinni að flugvélinni sem hvarf. Vonast er til þess að flugritarnir gefi upplýsingar um hvað varð þess valdandi að vélin fór langt út fyrir leiðina sem fljúga átti til Peking.

Það er hins vegar ekki mikill tími til stefnu þar sem hljóðmerki frá flugritunum hætta að berast um það bil 30 dögum eftir að flugvélin brotlendir þar sem rafhlaðan klárast á 30 dögum. Á morgun eru liðnir 30 dagar frá hvarfi vélarinnar.

Hishammuddin Hussein varnarmálaráðherra á fundi með fréttamönnum í Peking.
Hishammuddin Hussein varnarmálaráðherra á fundi með fréttamönnum í Peking. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert