Innrás yrði söguleg mistök

Anders Fogh Rasmussen hlýðir hér á utanríkisráðherra Bandaríkjanna John Kerry, …
Anders Fogh Rasmussen hlýðir hér á utanríkisráðherra Bandaríkjanna John Kerry, á fundi NATO. AFP

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins Anders Fogh Rasmussen, varar Rússa við því að innrás inn í Úkraínu yrðu söguleg mistök. Hvetur hann rússnesk yfirvöld til þess að stíga til hliðar eftir að fylgjendur Rússlands náðu yfirráðum yfir nokkrum opinberum byggingum í austurhluta Úkraínu.

Rasmussen biður rússnesk stjórnvöld um að magna ekki upp ástandið í austurhluta Úkraínu en fjölmennt herlið Rússa  er skammt frá landamærum Úkraínu í austri.

Hann segir að ef Rússar ætli sér frekari inngrip í Úkraínu þá yrðu það söguleg mistök. Það myndi hafa alvarleg áhrif á samband NATO við Rússland og það myndi einangra Rússa enn frekar á alþjóðavettvangi.

Frá opinberri byggingu í Kharkiv
Frá opinberri byggingu í Kharkiv AFP
AFP
Slegist á þingi í Úkraínu í dag.
Slegist á þingi í Úkraínu í dag. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert