80 særðust í mótmælum í Róm

Mikil mótmælaalda reið yfir Evrópu í gær. Stór mótmæli voru haldin, bæði í Rómarborg og París. Á báðum stöðum var mótmælunum beint að efnahagsaðgerðum ríkisstjórna landanna og enduðu bæði mótmælin á blóðugum bardögum á milli lögreglu og mótmælenda. 

Í Róm hófust mótmælin með friðsamlegum hætti þar til ákveðinn hópur réðst á lögregluna með eggjum, steinum, appelsínum og litlum púðursprengjum. Fjöldi mótmælenda særðist lítillega og einn særðist alvarlega þegar púðursprengja sprakk í hendinni á honum. voru mótmælendur í Róm að mótmæla efnahagsaðgerðum nýja forsætisráðherrans, Matteos Renzis. Í nýju frumvarpi Renzis eru réttindi verkamanna á Ítalíu skorin niður.

Í París beindust mótmælin að forseta landsins, Francois Hollande. Mótmælendur töldu að hann hafi svikið sinn hugmyndafræðilega bakgrunn með tillögum sínum í efnahagsmálum. Um 25 þúsund manns fylktu liði á Place de Republique í París til þess að sýna óánægju sína. Á þriðjudaginn tilkynnti forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, um nýjar niðurskurðartillögur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert