GSK sakað um að múta pólskum læknum

Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í Bretlandi.
Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í Bretlandi. mynd/GSK

Yfirvöld í Póllandi hafa hafið rannsókn á starfsemi breska lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline (GSK) þar í landi vegna ásakana um að fyrirtækið hafi mútað pólskum læknum.

Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, en þar segir að fréttaskýringaþátturinn Panorama á BBC hafi leitt þetta í ljós. 

Búið er að ákæra 11 lækna og svæðistjóra hjá GSK í tengslum við meintar mútugreiðslur sem áttu að hafa verið greiddar á árunum 2010 til 2012. 

Haft er eftir fyrrverandi sölufulltrúa að læknarnir hafi fengið greiðslur til að ávísa astmalyfinu Seretide.

Talsmenn GSK segja að fyrirtækið aðstoð við rannsókn málsins og að einn starfsmaður GSK hafi verið áminntur. 

Takist yfirvöldum í Póllandi að sanna það að fyrirtækið hafi mútað læknum, þá er um að ræða að brotin hafi verið bæði bresk og bandarísk lög. Fyrirtæki sem eru með höfuðstöðvar í þessum löndum mega ekki lögum samkvæmt múta opinberum starfsmönnum í erlendum ríkjum. 

Jarek Wisniewski, fyrrverandi sölufulltrúi GSK í héraðinu Lodz í Póllandi, segir að reikningsdæmið hafi verið einfalt og að læknarnir hafi gert sér fulla grein fyrir því að þeim hafi verið greitt sérstaklega til að auka söluna á astmalyfinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert