Vafði líkin í handklæði og plastpoka

Konan segist hafa myrt börnin um leið og þau komu …
Konan segist hafa myrt börnin um leið og þau komu í heiminn. AFP

Tæplega fertug kona í Utah, sem grunuð er um að bera ábyrgð á dauða að minnsta kosti sex barna hennar sem fundust í pappakössum, segir að börnin hafi öll verið lifandi þegar hún fæddi þau.

Hún segist hafa myrt börnin um leið og þau komu í heiminn, vafið þau í handklæði eða peysu og sett þau plastpoka. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kom fram að konan fæddi að minnsta kosti sjö börn á heimili sínu á árunum 1996 til 2006.

Konan var handtekin í gær. Lögregla segir að rannsókn hafi leitt í ljós að konan hefði fætt sex af sjö börnum sem fundust í pappakössum í húsi þar sem hún bjó í fyrir um þremur árum. Ekki er víst hvort sjöunda barnið er hennar barn.

Konan bjó í húsinu til ársins 2011. Nokkur barna hennar og aðrir ættingjar hennar búa enn á heimilinu. Húsið er í eigu fyrrum tengdaforeldra hennar en það var fyrrum eiginmaður hennar sem hringdi í lögreglu og tilkynnti um lík ungbarnanna. Maðurinn var að taka til í bílskúrnum á laugardaginn þegar hann fann líkin.

Fyrrum eiginmaður konunnar er talinn vera faðir barnanna en hann er ekki grunaður um að hafa þátt þátt í morðunum. Ekki er heldur talið að hann hafi vitað af líkum barnanna.

Lífssýni voru tekin úr manninum og konunni til að leiða í ljós hvort þau séu foreldrar barnanna. Líkin hafa verið send til rannsóknar. Þrjár dætur fólksins, 13, 18 og 19 ára búa enn á heimilinu þar sem líkin fundust. 

Frétt mbl.is: Fundu lík sjö ungbarna í pappakössum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert