Enn tæplega 300 saknað

Björgunaraðgerðir munu halda áfram í alla nótt í Suður-Kóreu, þar sem tæplega 300 farþega er enn saknað eftir að ferja með 462 um borð sökk. Ljóskastarar og neyðarblys eru notaðuð til að lýsa upp leitarsvæðið, því myrkur er skollið á.

Staðfest er að a.m.k. 6 eru látnir en ljóst er að tala látinna mun hækka. Þá eru tugir slasaðir meðal þeirra sem var bjargað.

Enn er ekki ljóst hvað varð til þess að ferjunni hvolfdi og hún sökk á um 30 metra dýpi. Búist er við því að margir farþegar hafi fests inni í ferjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert