Bannað að koma til Úkraínu

Frá Úkraínu.
Frá Úkraínu. AFP

Rússneskum karlmönnum á aldrinum 16 til 60 ára hefur nú verið bannað að koma inn í Úkraínu. Engin skýringin hefur verið gefin á banninum í fjölmiðlum AFP-fréttaveitan greinir frá þessu. 

Átök hörðnuðu enn í Úkraínu í nótt þegar þrír létust í átökum hermanna og aðskilnaðarsinna. 13 særðust. Hinir látnu voru allir aðskilnaðarsinnar og stuðningsmenn Rússa í Úkraínudeilunni

Viðræður Bandaríkja, Úkraínu, Evrópusambandsins og Rússlands um ástandið í Úkraínu hófust nú rétt fyrir hádegi.

Mörg hundruð stuðningsmenn Rússa mótmæltu í borginni Mariupol í dag eftir að þrír féllu í átökum úkraínskra hermanna og aðskilnaðarsinna í nótt. 13 slösuðust í átökunum.

Eftir að viðvörunarskotum var skotið, skutu hermennirnir að aðskilnaðarsinnunum með þeim afleiðingum að þrír létu lífið. 63 voru handteknir og þá var hald lagt á farsíma.

Nokkrum klukkustundum eftir átökin rannsakaði lögregla vettvanginn. Hringir voru dregnir kringum blóðbletti, brotir gler og byssukúlur á jörðinni. Að sögn innanríkisráðuneytisins hafa fleiri lögreglumenn verið sendir til borgarinnar Mariupol

Eldri kona sagðist hafa orðið vitni að mótmæunum í nótt og sagði að úkraínsk herþyrla hefði sveimað yfir svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert