Hafa „engan áhuga“ á að senda hermenn

Utanríkisráðherra Úkraínu, Sergei Lavrov, á blaðamannafundi í Genf í dag.
Utanríkisráðherra Úkraínu, Sergei Lavrov, á blaðamannafundi í Genf í dag. AFP

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segir að Rússar hafi engan áhuga á að senda hermenn inn í Úkraínu eftir að hafa náð samkomulagi við stjórnina í Kænugarði, Bandaríkin og Evrópusambandið sem miðar að því að draga úr spennu í Úkraínu.

„Við höfum engan áhuga á að senda hermenn okkar til Úkraínu. Það gengur gegn okkar höfuð hagsmunum,“ sagði hann við fréttamenn í Genf í dag.

Lavrov segir að í dag hafi náðst samkomulag sem hafi það að markmiði að draga úr spennunni milli Úkraínu og Rússlands. Lavrov sagði við blaðamenn í dag að samkvæmt samkomulaginu ætti að reyna að draga úr spennunni á svæðinu í nokkrum skrefum. „Allir ólöglegir vopnaðir hópar verða afvopnaðir, og byggingar sem hafa verið teknar ólöglega verður að yfirgefa og skila til sinna réttmætu eiganda,“ sagði hann.

Að samkomulaginu komu auk Lavrovs, John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, utanríkisráðherra Úkraínu og yfirmaður utanríkismála hjá ESB. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert