Pútín ræddi við Snowden í sjónvarpi

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ræddi við uppljóstrarann Edward Snowden í …
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ræddi við uppljóstrarann Edward Snowden í dag. AFP

Uppljóstrarinn Edward Snowden kom óvænt fram í sjónvarpsþætti í Rússlandi í dag þar sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, svaraði aðsendum spurningum. Snowden vildi vita hvernig eftirliti með samskiptum fólks væri háttað í Mosku og svaraði Pútín spurningum Snowden.

Snowden óskaði eftir hæli í Rússlandi í ágúst á síðasta ári eftir að hafa dvalið í mánuð á flugvelli í Moskvu. Leynd hvílir yfir dvalarstað hans í landinu. Pútín sagði í desember að hann hefði aldrei hitt Snowden en sagði að uppljóstrarinn væri ekki óáhugaverður.

Snowden spurði spurningarinnar á enskum í gegnum myndskeið. Spurning Snowden virtist koma Pútín á óvart og var spurningin ekki þýdd á ensku.

Í myndskeiðinu má sjá Snowden og fyrir aftan hann var dökkur bakgrunnur. Áhorfendur voru því sennilega engu nær um dvalarstað hans. Anatoly Kucherena, lögfræðingur hans, sagði í samtali við fjölmiðla í landinu að Snowden hefði tekið upp og útvegað myndskeiðið.

„Ég vil spyrja þig, koma rússnesk stjórnvöld í veg fyrir, geyma eða greina á einhvern hátt samskipti milljóna íbúa landsins,“ spurði Snowden Pútín. Pútín virtist ekki alveg viss í sinni sök eftir spurningar Snowden og sagði að erfitt væri að skilja bandaríska ensku.

Pútín sagði að fjöldahleranir, líkt og Snowden ljóstraði upp um í Bandaríkjunum, væri óhugsandi í Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert