Þurftu að hlaupa frá snjóflóðinu

Frá Mount Everest
Frá Mount Everest Mynd/TSHERING SHERPA

„Þyrlur sjá um að fljúga með þá látnu niður af fjallinu núna. Enn og aftur eru það sjerparnir sem verða fyrir alvarlegustu slysunum. Enginn Vesturlandabúi lét lífið eftir því sem ég best veit,“ segir Norðmaðurinn Geir Jostein Horten í samtali við norska dagblaðið Verdens Gang. Geir er einn fimm Norðmanna sem staddir eru á Mount Everest. 

„Samkvæmt áætluninni áttum við að vera núna stödd þar sem flóðið féll en það tók einn aukadag að koma öllum búnaðinum okkar upp í grunnbúðirnar,“ bætir Geir við. Hann segir að þótt enginn Vesturlandabúi hafi látið lífið hafi tveir þurft að hlaupa eins og fætur toguðu til þess að komast undan. 

Fóru að kyrja bænir

Fjallgöngumaðurinn Gavin Turner var einnig á ferð í fjallinu þegar snjóflóðið féll nokkur hundruð metrum fyrir ofan hann. Hann skrifar á heimasíðu sína

„Ég var að klifra á staðnum þar sem slysið átti sér stað. Ég sá þá risastórt snjóflóð falla um tvö hundruð metrum fyrir ofan okkur. Ég og sjerpa-félagi minn, Phu Tsering, stóðum agndofa og horfðum á risastórt snjóský nálgast okkur á ógnarhraða. Fyrst urðum við afskaplega hræddir en svo áttuðum við okkur á því að við vorum ekki í hættu. Phu Tsering fór þá að kyrja bænir og við færðum fjallinu fórnir. Snjóskýið sem kom í kjölfar snjóflóðsins þakti okkur, en við sluppum við flóðið sjálft.“

Sjá einnig: 

Mannskæðasta slys í sögu Everest

Vilborg og Ingólfur heil á húfi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert