Fjórir féllu í skotbardaga í Úkraínu

Vopnaðir menn í austurhluta Úkraínu hlynntir rússneskum stjórnvöldum.
Vopnaðir menn í austurhluta Úkraínu hlynntir rússneskum stjórnvöldum. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa gagnrýnt úkraínska ráðmenn harðlega vegna skotbardaga í austurhluta Úkraínu í morgun þrátt fyrir samkomulag sem gert var í Genf fyrir helgi um vopnahlé yfir páskahátíðina. Þrír vopnaðir menn hlynntir rússneskum stjórnvöldum féllu í skotbardaganum sem braust út við vegatálma skammt frá bænum Slavyansk. Einn maður úr hópi þeirra sem réðust á mennina féll einnig.

Fram kemur í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu að árásin feli í sér ögrun og sé til marks um lítinn áhuga ráðamanna í Kænugarði á að afvopna öfgaþjóðernissinna í röðum Úkraínumanna. Er þess krafist að úkraínsk stjórnvöld framfylgi vopnahlénu til hins ítrasta og skuldbindingum sínum um að draga úr spennu á svæðinu. Ráðuneytið fullyrti að öfgaþjóðernissinnar hefðu staðið að árásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert