Þrír féllu í sprengjuárás í Írak

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. AFP

Níu manns létu lífið í átökum í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun og þar af þrír í sprengjuárás sem gerð var á háskóla í borginni. Tveir menn stóðu að verknaðinum, annar framdi sjálfsmorð en hinn tilræðismaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum.

Í frétt AFP segir að slíkar árásir séu því miður daglegt brauð í Írak. Hins vegar er bent á að nokkuð langt síðan sprengjuáras hafi síðast verið gerð á háskóla í borginni. Ekki er vitað hvað vakti fyrir tilræðismönnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert