„Ég er hræddur“

„Ég kem aftur, segðu pabba og ömmu að mér þyki vænt um þau.“ Þetta sagði ungur farþegi suðurkóresku ferjunnar við systur sína í síma, rétt áður en ferjan sökk.

Kim Ha-Na er systir Kims Dongs Hyups. Hann var um borð í ferjunni sem nú er sokkin og tæplega 300 farþegar eru taldir af. Fjölskylda piltsins heldur þó enn í vonina um að hann eigi eftir að finnast á lífi.

Systir hans segist hafa fengið símtal frá honum snemma morguns. Hann hafi þá þegar verið kominn í sjóinn. „Ég er kominn í björgunarvesti og ég er hræddur,“ sagði hann við systur sína. Hann segist hafa beðið fjölskylduna að bíða eftir sér - hann myndi lifa af. „Ég sagði honum að hann yrði að koma til baka,“ segir systir hans.

Skipstjóri ferjunnar var ekki við stjórnvölinn er hún sökk. Óreyndur stýrimaður var við stýrið. Skipstjórinn og fleiri skipverjar hafa verið handteknir og verða ákærðir fyrir glæpsamlega vanrækslu.

„Þegar hann kemur heim mun ég kaup handa honum fullt af kjúklingi, það er uppáhaldsmaturinn hans,“ segir faðir Kims Dongs Hyups, sem vonar enn að sonur hans finnist á lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert