Margir Íslendingar hlupu í Boston

Rúmlega 36 þúsund hlauparar tóku þátt í Boston-maraþoninu í dag. …
Rúmlega 36 þúsund hlauparar tóku þátt í Boston-maraþoninu í dag. Þar af voru 33 Íslendingar. AFP

Margir Íslendingar hlupu í Boston-maraþoninu sem haldið var í dag, en þess var einnig minnst að eitt ár er síðan sprengjuárás var gerð við hlaupstaðinn þar sem þrír létust og 260 manns særðust. Í heild hófu 33 Íslendingarnir hlaupið, en auk þess tveir erlendir einstaklingar sem búsettir eru á Íslandi.

Fyrstur Íslendinga í mark var Þórir Magnússon á tveimur klukkustundum og 56 mínútum og var hann í sæti 1.698 af þeim rúmlega 36 þúsund sem tóku þátt. María Mjöll Jónsdóttir var fyrst íslenskra kvenna í mark, en hún hljóp á þremur klukkustundum, 29 mínútum og 51 sekúndu. Var hún í 2.074 sæti í kvennaflokki.

Lyuba Kharitonova kom þar á eftir, en hún hljóp á þremur klukkustundum og 32 mínútum.

Vegna sprengjuárásirnar í fyrra var mikil öryggisgæsla á staðnum og þurftu allir hlauparar að vera með búnað sinn í glærum pokum. Þá var áhorfendum bannað að vera með bakpoka og til að komast inn á viss svæði þurfti að fara í gegnumlýsingu.

Þegar þetta er skrifað hafa 12 íslenskir hlauparar lokið keppni, en rúmlega tuttugu eiga enn eftir að koma í mark.

Sigurvegarinn var Bandaríkjamaðurinn Meb Keflezighi, en þetta er í fyrsta …
Sigurvegarinn var Bandaríkjamaðurinn Meb Keflezighi, en þetta er í fyrsta skiptið í um 30 ár sem heimamaður vinnur hlaupið. AFP
Öryggisgæsla var mikil meðan á hlaupinu stóð.
Öryggisgæsla var mikil meðan á hlaupinu stóð. AFP
Fjöldi fólks hljóp í dag. Sumir töldu ekkert tiltökumál að …
Fjöldi fólks hljóp í dag. Sumir töldu ekkert tiltökumál að fara berir að ofan. AFP
Áhorfendur minntust margir fórnarlambanna frá í fyrra.
Áhorfendur minntust margir fórnarlambanna frá í fyrra. AFP
Metþátttaka var í hlaupinu í ár, en alls voru um …
Metþátttaka var í hlaupinu í ár, en alls voru um 36 þúsund hlauparar skráðir til leiks. AFP
Mikill fjöldi hlaupara í dag.
Mikill fjöldi hlaupara í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert