Pútín vill spilavíti á Krímskaga

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, telur að með því að leyfa …
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, telur að með því að leyfa spilavíti á Krímskaga megi ýta undir hagvöxt þar. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lagt fram frumvarp til þingsins um að lögleiða fjárhættuspil á Krímskaga til að ýta undir hagvöxt á svæðinu. Fjárhættuspil eru aðeins lögleg á fjórum svæðum í Rússlandi, en Krímskaginn yrði fimmta svæðið. 

Nákvæm mörk spilavítissvæðisins verða ákveðin af yfirvöldum á Krímskaganum samkvæmt frumvarpinu, en ólíklegt er að það muni mæta nokkurri mótstöðu í rússneska þinginu. 

Núverandi spilavítissvæði eru í hafnarborginni Vladivostok í austurhluta landsins, í Altai og Krasnodar héruðunum og í Kalingrad. Pútín setti á ströng lög gegn spilavítum árið 2009 sem lokuðu fyrir löglega starfsemi þeirra á öðrum stöðum í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert