Tíu féllu í sjálfsmorðsárás

Íraskur lögreglumaður rannsakar verksummerki eftir sprengjuárás á háskóla í Bagdad …
Íraskur lögreglumaður rannsakar verksummerki eftir sprengjuárás á háskóla í Bagdad í gær. AFP

Sjálfsmorðsárás var gerð á vaktstöð lögreglu í miðhluta Íraks í dag. Tíu féllu og 35 særðust. Árásin var gerð í Suwierah, suður af höfuðborginni Bagdad. 

Í gær voru einnig gerðar mannskæðar sjálfsmorðsárásir í landinu. Í gær var sprengja sprengd í háskóla í Bagdad og létu að minnsta kosti sextán manns lífið í henni. 

Eftir tíu daga hefjast þingkosningar í landinu, þann 30 apríl. Þetta verða fyrstu þingkosningarnar í landinu frá því að bandaríski herinn yfirgaf landið árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert