Tveggja ára bið að meðaltali eftir íbúðum í Svíþjóð

Mikill skortur er á leiguíbúðum í Stokkhólmi.
Mikill skortur er á leiguíbúðum í Stokkhólmi. GS

Tveggja ára bið er að meðaltali eftir leiguíbúð í Svíþjóð samkvæmt tölum sem samtök leigjenda í Svíþjóð birtu nýlega. Þá sem vantar fjögurra herbergja íbúð þurfa að meðaltali að bíða í fjögur ár, farið þeir eftir opinberum leiðum. 

Sökum þess hve erfitt er að fá íbúð í gegnum sænska leigumarkaðskerfið þrífst svartamarkaðsstarfsemi með leiguíbúðir sem aldrei fyrr.  

Lengst er biðin eftir íbúðum í úthverfum stærri borga þar sem leigjendur þurfa að bíða í allt að sex ár eftir fjögurra herbergja íbúðum.

Af þeirri 21 sýslu sem könnunin náði til var biðin styst í Dalarna sýslu þar sem leigjendur þurfa að bíða í tæpt ár eftir íbúð. Lengst er biðin eftir íbúðum í Stokkhólmi þar sem þeir sem eru á skrá eftir leiguíbúðum gætu þurft að bíða í allt að sjö og hálft ár eftir hentugum vistverum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert