Mikilvægustu kosningar í sögu Úkraínu

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, ávarpar úkraínska þingmenn.
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, ávarpar úkraínska þingmenn. AFP

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að boðaðar forsetakosningar í Úkraínu í næsta mánuði geti orðið mikilvægustu kosningar í sögu landsins. Ný ríkisstjórn hafi nú tækifæri til að mynda ríki þar sem samstaða og einhugur ríki meðal almennra borgara.

Biden er í opinberri heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Í morgun ávarpaði hann þingmenn úkraínska þingsins og sagði við þá að Úkraínumenn stæðu frammi fyrir miklum vanda. Þeir þyrftu meðal annars að þola „niðurlægjandi hótanir“.

Hann lýsti jafnframt yfir fullum stuðningi við baráttu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn myndu gera allt sem í valdi þeirra stæði til að hjálpa þeim.

Í dag mun Biden funda með Oleksandr Túrtsjínov, forseta Úkraínu, og Arsenij Jatsenjúk, forsætisráðherra landsins. Bandarískir embættismenn sem eru í för með Biden sögðu við AFP að varaforsetinn myndi meðal annars ræða öryggismál, stjórnmál, efnahagshorfurnar og orkumál við Úkraínuleiðtogana.

AFP
Biden og Oleksandr Túrtsjínov, forseti Úkraínu.
Biden og Oleksandr Túrtsjínov, forseti Úkraínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert