Myrti son sinn vegna tölvuleiks

Wikipedia/Kevin.B

Franskur karlmaður á fimmtugsaldri varð syni sínum að bana í þorpinu Luc-sur-Orbieu í norðausturhluta Frakklands í kjölfar rifrildis. Manninum fannst sonur sinn eyða of miklum tíma í að spila tölvuleiki á netinu sem leiddi til rifrildis og síðan slagsmála.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.fr að talið sé að maðurinn hafi í miðjum slagsmálunum tekið soninn kverkataki sem dregið hafi hann til dauða. Krufning verður gerð á líkinu til þess að skera úr um dánarorsök. Maðurinn verður í haldi lögreglu þar til niðurstaða liggur fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert