Rekinn úr landi vegna húðflúrs

Líkneski af Búddah í Colombo, höfuðborg Sri Lanka.
Líkneski af Búddah í Colombo, höfuðborg Sri Lanka. AFP

Yfirvöld á Sri Lanka hafa fyrirskipað brottvísun breskrar konu úr landi vegna húðflúrs af Búddah sem hún er með á handleggnum.

Konan er ferðamaður og heitir Naomi Michelle Coleman. Hún kom til Sri Lanka í gær og var handtekinn á flugvellinum eftir að starfsmenn sáu húðflúrið hennar. Hún verður í haldi innflytjendastofnunar þar til hún fer frá landinu.

Yfirvöld á Sri Lanka taka mjög alvarlega allt sem þau telja móðgun við búddisma. Flestir íbúar landsins aðhyllast þau trúarbrögð. Yfirvöld eru sérstaklega viðkvæm fyrir myndum af Búddah. Sendiráð Breta á Sri Lanka vinnur nú í máli konunnar og veitir henni ráðgjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert