Skipstjórinn lofaði „öruggri ferð“

Skipstjóri ferjunnar sem sökk undan ströndum Suður-Kóreu, tók þátt í að gera auglýsingu fyrir fjórum árum þar sem farþegum ferju var lofað „öruggri ferð“, svo lengi sem þeir færu að öryggisreglum.

Skipstjórinn var handtekinn á laugardag. Hann verður ákærður fyrir glæpsamlegt gáleysi. Hann var ekki sjálfur við stjórnvölinn er ferjan tók að sökkva heldur óreyndur stýrimaður.

108 lík hafa nú fundist í flaki ferjunnar sem liggur á hafsbotni. Enn er margra saknað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert