Skotinn til bana í réttarsalnum

Siale Angilau var ákærður fyrir fjölda glæpa, m.a. fyrir rán …
Siale Angilau var ákærður fyrir fjölda glæpa, m.a. fyrir rán og líkamsárásir.

Sakborningur í glæpamáli vegna gengjaátaka í Salt Lake City í Utah var skotinn til bana í réttarsalnum. Lögreglan segir að maðurinn hafi reynt að ráðast á eitt vitnið í málinu.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar kemur fram að Siale Angilau, sem var 25 ára, hafi verið skotinn nokkrum skotum. Hann var í þann mund að ráðast á vitni í vitnastúkunni, vopnaður penna og „ógnandi“, að sögn alríkislögreglunnar.

Angilau var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.

Angilau var ákærður í 29 liðum, m.a. fyrir rán og líkamsárásir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert