Fötluð börn fundust látin

Lögreglumenn í London að störfum.
Lögreglumenn í London að störfum. AFP

Lík þriggja, fatlaðra barna fundust á heimili í suðvesturhluta London. Samkvæmt heimildum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar voru börnin öll með erfðasjúkdóm sem takmarkaði mjög lífslíkur þeirra.

Kona er í haldi lögreglu grunuð um að hafa valdið dauða barnanna.

Lögreglumenn fundu lík barnanna í húsinu við Thetford-veg í New Malden í gær.

Konan sem er í haldi lögreglunnar er 43 ára. Heimildir Sky herma að par með fjögur börn hafi flutt inn í húsið fyrir um hálfu ári. Talið er að elsta barnið og faðirinn séu erlendis.

Talsmaður lögreglunnar segir að konan sé í haldi hennar vegna gruns um morð. Ekki sé talið að annar tengist málinu.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert