Segir ummæli Lavrovs hlægileg

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Bandarísk stjórnvöld höfnuðu í dag fullyrðingum Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um að þau stæðu á bak við hernaðaraðgerðir úkraínskra stjórnvalda gegn aðskilnaðarsinnum í Úkraínu. Haft er eftir Jen Psaki, talsmanni bandaríska varnarmálaráðuneytisins, að fullyrðingar ráðherrans væru hlægilegar.

Lavrov lét ummælin falla í viðtali við rússnesku sjónvarpsstöðina RT og bætti við að Rússar myndu svara því ef ráðist yrði gegn hagsmunum þeirra í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hófu að nýju hernaðaraðgerðir gegn aðskilnaðarsinnum eftir páskana. Sagði Lavrov greinilegt að Bandaríkjamenn væru á bak við þær.

Haft er ennfremur eftir Psaki að stjórnvöld í Úkraínu væru í fullum rétti að bregðast við ólögmætum aðgerðum aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Það væri hlægilegt að halda því fram að Bandaríkjamenn stæðu á bak við aðgerðir stjórnvalda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert