Segja hnúfubak fórnað í þágu olíu

Samtök indjána og kúreka mótæltu í gær við bandaríska þinghúsið …
Samtök indjána og kúreka mótæltu í gær við bandaríska þinghúsið í Washington áformum um lagningu svonefndrar Keystone XL olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. mbl.is/afp

Umhverfissinnar í Kanada fordæma þá ákvörðun kanadísku stjórnarinnar að draga úr vernd hnúfubaka við norðvesturströnd Kanada í þeim tilgangi að greiða fyrir lagningu olíuleiðslu til Kyrrahafsins.

Jay Ritchlin hjá David Suzuki verndarstofnuninni segir að ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun sína „í ótrúlegum flýti“. Með henni væri stærstu hindruninni fyrir olíuleiðslu úr vegi rutt. 

Af hálfu ríkisstjórnarinnar í höfuðborginni Ottawa er því hins vegar hafnað að um „pípupólitík“ á kostnað hvala sé að ræða. Stjórnin tilkynnti um páskana að hún hefði fært hnúfubak úr flokki dýra í „hættu“ í flokk dýrategunda sem ástæða væri til að vera umhugað um.

Vegna þessa lúta slóðir hnúfubaksins undan vesturströnd Kanada ekki lengur sérstakrar verndar að lögum, að því er fram kemur í tilkynningu í lögbirtingarblaði Kanada, Canada Gazette.

Nýi demókrataflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, gagnrýnir einnig ákvörðunar stjórnarinnar, sem segist einfaldlega hafa farið að ráðum óháðrar sveitar sérfræðinga. Árið 2005 var hnúfubakurinn settur í verndarflokk á grundvelli mats vísindamanna frá 2003 sem sagði einungis nokkur hundruð dýr í stofninum. Nýtt mat frá 2011 hefði leitt í ljós, að í framhaldi af veiðibanni á sjöunda áratugnum hefði stofninn stækkað í rúmlega 18.000 dýr. Þar var mælt með því að hvalategundin væri færð úr verndarflokki en því hafi verið slegið á frest meðan frekari rannsóknir og greining ætti sér stað.

Hvalverndarsinnar óttast að aukin skipaumferð muni leiða til fleiri árekstra hvala og olíuskipa og vélarhljóð muni trufla fæðuöflun og ferðalög hvalanna. Með svonefndri Northern Gateway leiðslu er ætlunin að flytja 525.000 föt af hráolíu á sólarhring frá Edmonton í Alberta 1.178 kílómetra leið yfir fjallasvæði til nýrrar olíuútflutningshafnar í Kitimat á norðurströnd Bresku Kólumbíu. Þaðan verður siglt með olíuna til Asíuríkja. Áætlað er að allt að 220 risaskip muni lesta þar olíu á ári.

Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu …
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. mbl.is/afp
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu …
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. mbl.is/afp
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu …
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. mbl.is/afp
Amy Ray (t.v.) og Emily Saliers úr The Indigo Girls …
Amy Ray (t.v.) og Emily Saliers úr The Indigo Girls sungu við mótmælin gegn Keystone XL-leiðslunni í Washington í gær. mbl.is/afp
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu …
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. mbl.is/afp
Indjánar reistu tjöld við þinghúsið í Washington til að mótmæla …
Indjánar reistu tjöld við þinghúsið í Washington til að mótmæla Keystone XL olíuleiðslunni. mbl.is/afp
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu …
Kúrekar og indjánar tóku saman höndum við mótmæli gegn lagningu olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert