Bænaköllin eyðilögðu fríið

Moska. Að vísu ekki í Tyrklandi.
Moska. Að vísu ekki í Tyrklandi. AFP

Þýsk hjón fá ekki endurgreidda ferð sem þau fóru til Tyrklands í fyrrasumar þrátt fyrir að þau segi eilíf bænaköll úr Mosku í grennd við hótel þeirra hafa eyðilagt fríið. Dómstóll í Hannover komst að þeirri niðurstöðu að óþægindi hjónanna geti ekki skrifast á ferðaskrifstofuna.

Hjónin bókuðu ferð til tyrkneska bæjarins Doganbey í gegnum ferðaskrifstofu í Hannover og greiddu 2.258 evrur, jafnvirði 350 þúsund króna, fyrir. En strax fyrsta morguninn fór að halla á ógæfuhliðina þar sem þau vöknuðu upp við bænakall klukkan sex að morgni. Og bænakallið sem spilað var úr hátalara á Mosku í grennd við hótel þeirra var endurtekið fimm sinnum yfir daginn, alla daga.

„Bænakall er hefðbundið í Tyrklandi og má bera það saman við það þegar kirkjuklukkum er hringt í kristnum löndum. Þetta veldur ekki annmarka á þjónustu ferðaskrifstofunnar,“ sagði í dómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert