Lögðu hald á 345 kíló af kókaíni

Lögregluyfirvöld á Spáni greindu frá því í dag að lagt hefði verið hald á 345 kíló af mjög hreinu kókaíni um borð í vöruflutningaskipi sem kom til hafnar í Valencia. Fimm menn voru handteknir í tengslum við rannsóknina sem hófst í lok síðasta árs.

Skipinu var siglt til Spánar frá Valparaiso á Síle fyrr í mánuðinum. Kókaínið fannst í gámi og hafði því verið komið fyrir í tíu íþróttatöskum. Í hverri tösku voru rúmlega 30 kíló af kókaíni. Samkvæmt upplýsingum frá spænsku lögreglunni var styrkleiki kókaínsins 85% sem þykir mjög mikið. Talið er að verðmæti þess sé um 40 milljónir evra eða jafnvirði tæplega fimm milljörðum króna.

Mennirnir fimm sem handteknir voru eru á aldrinum 33-46 ára og koma frá Spáni, Kólumbíu og Dóminíska lýðveldinu. Þeir eiga yfir höfði sér langa fangelsisvist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert