Hús og bílar eins og hráviði

Hvirfilbylur.
Hvirfilbylur. Wikipedia

Að minnsta kosti sautján létust er öflugir hvirfilbylir fóru yfir mið- og suðurhluta Bandaríkjanna í gærkvöldi. Sextán þeirra bjuggu í úthverfum borgarinnar Little Rock í Arkansas.

Einn lést í bænum Quapaw, norðvestur af Oklahoma en þar eru margar byggingar annað hvort ónýtar eða mjög illa farnar.

Skýstrókar gengu einnig yfir fleiri ríki Bandaríkjanna í gærkvöldi og nótt eða Nebraska, Kansas, Iowa og Missouri.

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem er staddur á Filippseyjum hefur sent aðstandendum þeirra sem fórust samúðarkveðjur og heitir því að yfirvöld muni aðstoða þá við uppbyggingarstarfið.

Ástandið er verst í nágrenni Little Rock en tíu létust í Faulkner sýslu, fimm í Pulaski sýslu og einn í White County.

Mayflower og Vilonia, smábæir í Faulkner sýslu fóru skelfilega illa út úr skýstróknum en talsmaður lögreglustjóra í Faulkner sýslu segir ástandið hræðilegt, hús og bílar eins og hráviði út um allt. 

14 létust í skýstrókum

Myndskeið á YouTube sem lýsir ástandinu vel

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert