Reyndi að bjarga barnabörnunum

Fimm manns létu lífið er eldur kom upp í íbúðarhúsi í Bretlandi í nótt. Fólkið var frá Pakistan og eru þrjú börn á meðal þeirra sem létu lífið, þar á meðal níu vikna gömul stúlka.

Þau sem létu lífið tilheyra öll sömu fjölskyldunni. Sú elsta var 54 ára en hún var amma barnanna sem létu lífið. Börnin voru 9 ára, 7 ára og 9 vikna gömul.

Amma barnanna komst út úr húsinu en fór aftur inn í von um að ná að bjarga börnunum. Foreldrar barnanna og afi þeirra, sem einnig bjuggu í húsinu, lifðu brunann af.

Fólk sem átti leið framhjá brennandi húsinu braut rúður í von um að komast inn í það. Reykskynjari var í húsinu. Lögregla rannsakar nú upptök eldsins. Eldurinn kom upp rétt eftir miðnætti í nótt. 

Frétt mbl.is: Þrjú börn brunnu inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert