Gríðarmiklir skógareldar í N-Kóreu

Skógareldarnir loga víða um landið.
Skógareldarnir loga víða um landið. Ljósmynd/NASA

Gríðarmiklir skógareldar loga í Norður-Kóreu, skammt frá landamærunum að Suður-Kóreu. Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur birt myndir sem teknar voru úr gervitunglum af eldunum en engar fréttir hafa borist frá landinu um mannfall. Það er ekkert nýtt, stjórnvöld þar í landi passa vel upp á að ekkert sem talist geti neikvætt um landið rati í erlenda fjölmiðla. 

Á myndum NASA má sjá að eldarnir loga á mörgum stöðum og að mikinn reyk leggi frá þeim. Skógareldarnir eru víða um austan- og sunnanvert landið og m.a. í nágrenni við landamærin að Suður-Kóreu.

Svo virðist sem það logi m.a. í ræktuðu landa í nágrenni við ár. Talið er hugsanlegt að í þeim tilvikum hafi bændur kveikt eldana til að gera jarðveginn frjósamari.

Aðrir eldar loga á mjög þéttu skóglendi. 

NASA segir á heimasíðu sinni að svo miklir séu eldarnir að reyk leggi langt út á Japanshaf.

Myndir NASA voru teknar í þessari viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert