Fjögur ár í varðhaldi án ákæru

Fangelsi
Fangelsi AFP

Hæstiréttur í Kanada hefur staðfest að umdeild hryðjuverkalög samrýmist stjórnarskrá landsins. Úrræði í lögunum gerðu yfirvöldum kleift að hneppa pítsu-sendil í Ottawa í Kanada í fjögurra ára gæsluvarðhald vegna gruns um tengsl við hryðjuverkasamtökin Al-Qaeda án ákæru. 

Mohamed Harkat er 44 ára gamall og var fyrst handtekinn árið 2002 vegna gruns um að hann tengdist alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Hann eyddi tæpum fjórum árum í fangelsi á grundvelli ákvæðis í hryðjuverkalögum.

Harkat hefur ávallt svarið fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökum og segist hafa flúið frá Alsír eftir að stjórnmálaflokkur sem hann tilheyrði leystist upp og var bannaður í kjölfarið.

Í niðurstöðu Hæstaréttar Kanada sagði að hinar rúmu heimildir til þess að halda mönnum í gæsluvarðhaldi svo lengi samrýmdust stjórnarskránni.

Lögmaður Harkats taldi hryðjuverkalöggjöfina ekki samrýmast stjórnarskrá þar sem heimilt er samkvæmt lögunum að hafa réttarhöld lokuð og leyfa ótímabundna fangelsisvist án þess að menn hafi verið ákærðir fyrir tengsl við hryðjuverkasamtök.

Þingmenn í Kanada hafa varið löggjöfina og segja hana vera nauðsynlega vörn gegn hryðjuverkaógnunum. Gagnrýnendur eru þó ekki sama sinnis og segja hana brjóta á mikilvægum mannréttindum.

Harkat er kvæntur kanadískri konu og að hennar sögn munu þau halda áfram baráttu sinni fyrir dómstólum þar sem hann eigi á hættu að verða pyndaður eða líflátinn verði hann sendur aftur til Alsír.

Þetta er í fyrsta sinn sem reynir á hryðjuverkalöggjöfina eftir að hún var endurskoðuð árið 2007. Þá höfðu dómstólar beint því til þingsins að lagfæra ýmis ákvæði hennar sem þeir töldu ekki samrýmast stjórnarskrá landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Til sölu,háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla,65 bör 360l/klst.ónotuð Fullt af aukahlut...
TIL SÖLU
Til sölu Victor Reader hljóðbókaspilari NOTAÐUR. Verð 20.000 nýr kostar um 70....
Til sölu háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla, 65bör 360l/klst.Ónotuð ,hellingur af fy...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...