Dæmd til dauða fyrir trúvillu

Amnesty Internatonal hefur ásamt fleiri mannréttindasamtökum og stjórnvöldum barist fyrir …
Amnesty Internatonal hefur ásamt fleiri mannréttindasamtökum og stjórnvöldum barist fyrir frelsi konunnar Amnesty International

Súdanskur dómari hefur dæmt kristna konu til dauða fyrir trúvillu þrátt fyrir vestræn sendiráð hafi beðist vægðar fyrir hönd konunnar á grundvelli virðingar fyrir trúfrelsi.

„Við gáfum þér þrjá daga til þess að afneita en þú gafst ekki eftir og hefur ekki snúið til íslam aftur. Ég dæmi þig til dauða með hengingu,“ sagði dómarinn Abbas Mohammed Al-Khalifa við konuna og ávarpaði hana með nafni föður hennar, Adraf Al-Hadi Mohammed Abdullah. Kristið nafn hennar er Meriam Yahia Ibrahim Ishag. Khalifa dæmdi hana einnig fyrir hórdóm og verður henni gert að sæta 100 vandarhöggum.

Ishag er 27 ára að aldri, þunguð og berst fyrir mannréttindum. Hún er sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn var lesinn upp í Khartoum.

Áður hafði trúarleiðtogi múslíma talað við hana, þar sem hún sat lokuð á bak við rimla á sakamannabekk í hálftíma.  Í kjölfarið sagði hún rólega við dómarann: „Ég er kristin og hef aldrei gerst sek um trúvillu.

Samkvæmt frétt súdanskra fjölmiðla verður hún ekki tekin af lífi fyrr en tveimur árum eftir að hún hefur fætt barnið en samkvæmt Amnesty International er hún komin langt á leið. Henni er haldið í fangelsi ásamt 20 mánaða gömlum syni sínum.

Á vef Amnesty International kemur fram að hún sé dæmd fyrir hórdóm þar sem hún er gift kristnum manni ekki múslíma en saria-lög eru við lýði í landinu.

Þar kemur fram að Meriam Ishag er alin upp samkvæmt trú móður sinnar sem er í rétttrúnaðarkirkjunni en ekki samkvæmt íslamtrú en faðir hennar er múslími. Ástæðan er sú að faðir hennar bjó ekki með þeim mæðgum þegar hún var að alast upp. Hún var handtekin og sökuð um hórdóm í ágúst 2013 eftir að fjölskyldumeðlimur hennar tilkynnti um að hún væri sek um hórdóm þar sem hún hún væri gift kristnum manni frá Suður-Súdan. 

Dómshúsið í Haj Yousef hverfi í höfuðborg Súdan, Khartoum.
Dómshúsið í Haj Yousef hverfi í höfuðborg Súdan, Khartoum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert