Boko Haram á svartan lista

AFP

Sameinuðu þjóðirnar hafa gripið til refsiaðgerða gegn íslömsku öfgasamtökunum Boko Haram. Samþykkt var í dag að setja samtökin á svartan lista yfir erlend hryðuverkasamtök, að því er segir í frétt AFP.

Aðgerðirnar felast meðal annars í sér bann við vopnasölu og eignafrystingu. Hins vegar er óljóst hvaða áhrif þær muni hafa, að sögn stjórnmálaskýrenda.

Bandaríkjamenn fögnuðu ákvörðuninni en þónokkuð er síðan stjórnvöld þar í landi settu Boko Haram á svarta listann.

Boko Haram sam­tök­in voru stofnuð í Níg­er­íu árið 2002 og er mark­mið þeirra að berj­ast gegn vest­ræn­um áhrif­um og mennt­un í land­inu. Þau hafa verið að færa sig upp á skaptið síðustu miss­eri, meðal ann­ars með mann­skæðum sprengju­árás­um, en kornið sem fyllti mæl­inn var ránið á 223 skóla­stúlk­um sem enn er haldið í gísl­ingu.

Þúsund­ir manna hafa látið lífið í árás­um þeirra frá ár­inu 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert